Shane McClanahan, kærasti Andreu Rán Snæfelds Hauksdóttur sem leikur með Tampa Bay Rays í bandarísku hafnaboltadeildinni, MLB, er tilnefndur í úrvalsliðið (e.ALL-MLB) og geta Íslendingar kosið Shane í liðið.

Eins og fjallað var um á vef Fréttablaðsins á dögunum eru Andrea og Shane í sambandi eftir að hafa kynnst þegar þau voru við nám í University of South Florida.

Andrea Rán á að baki tólf landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur leikið sem atvinnumaður í Frakklandi, Bandaríkjunum og Mexíkó.

Shane var valinn með 31. valrétt í nýliðavali MLB-deildarinnar árið 2018 og hefur hægt og bítandi stimplað sig inn í lið Rays. Hann var valinn í stjörnuliðið fyrr á þessu ári.

Kastarinn er samninglaus hjá Tampa Bay en verði hann valinn í úrvalsliðið er óhætt að segja að það styrki stöðu Shane í viðræðum við Rays um nýjan samning.