Aron Pálmarsson er eini fulltrúi íslenska liðsins sem kemur til greina í kosningu EHF á úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta.

EHF birti í dag lista yfir þá fjörutíu aðila sem koma til greina í úrvalslið mótsins þar sem kosið verður um útileikmenn, varnarmann mótsins og markmann mótsins.

Aron sem var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Bjarka Má Elíssyni og Alexander Peterssyni er eini fulltrúi Íslands en hann er í samkeppni við hinn norska Sander Sagosen, Uladzislau Kulesh frá Hvíta-Rússlandi, Nikola Bilyk frá Austurríki og Ungverjann Patrick Ligetvari.

Hægt er að kjósa hérnaog fær einn heppinn aðili áritaða treyju frá leikmanni úr undanúrslitaleikjunum tveimur ásamt boltann úr úrslitaleiknum.