Guenther Steiner, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Haas, segir liðið ætla að treysta á getu bílsins og mun því ekki kynna til leiks nýjar uppfærslur á honum um komandi keppnishelgi í Barcelona. Frá þessu greindi hann í viðtali sem birtist á vefsíðu Haas.

Haas er sem stendur í 8. sæti í stigakeppni bílasmiða og hefur hingað til halað inn 15 stigum. Barcelona hefur oftar en ekki verið sá tímapunktur hvers tímabils þar sem að liðin fara að kynna til leiks uppfærslur á sínum bílum og þess má líka vænta í ár þó svo að Haas ætli sér ekki að taka þátt í þeim leik.

,,Ég hugsa að nokkur lið muni mæta til leiks með uppfærslur. Ég veit ekki hversu miklu þær munu koma til með að breyta en við höfum ákveðið að bíða aðeins lengur með okkar uppfærslur," segir Guenther sem hefur trú á bílnum sem Haas hefur í höndunum.

Jafnframt segir hannað stór uppfærslu pakki muni koma á bíl liðsins eftir cirka fjórar til fimm keppnishelgar.