Samkvæmt heimildum Athletic er norski framherjinn Erling Braut Haland nú efstur á óskalista Ole Gunnar Solskjaer fyrir Manchester United en ekki lengur Jadon Sancho.

Enska félagið var stöðugt að ýja að því að Sancho væri helsta skotmark Solskjaer í sumar og gerði tvö tilboð sem var hafnað af Borussia Dortmund.

Manchester United er ekki búið að gefa upp vonina um að bæta Sancho við leikmannahópinn og er Solskjaer vongóður um að sameina núverandi liðsfélagana á Old Trafford.

Haaland er með riftunarklásúlu í samningi sínum upp á 68 milljónir punda sem tekur gildi sumarið 2022 en eftir magnaða byrjun í herbúðum Dortmund gætu stærstu félög gert atlögu að norska framherjanum í janúar.