Samkvæmt heimildum Athletic ætlar Pep Guardiola að styrkja lið Manchester City með þremur leikmönnum í sumar en efstur á óskalista þess spænska er norski framherjinn Erling Braut Haaland.

Haaland er með riftunarákvæði í samningi sínum við Dortmund sem gerir það að verkum að Dortmund getur ekki hafnað tilboði upp á 75 milljónir evra.

Búist er við því að öll stærstu lið Evrópu verði á höttunum eftir Haaland sem hefur skorað 53 mörk í 53 leikjum í þýsku deildinni og 76 mörk í 74 leikjum fyrir Dortmund.

Samkvæmt heimildum David Ornstein er Haaland efstur á blaði hjá Guardiola en að forráðamenn City viti af áhuga Real Madrid, PSG, Bayern Munchen og Manchester United.

Ef City tekst ekki að fá Haaland eru Alexander Isak, Dusan Vlahovic og Harry Kane næstir á blaði.

Þá ætlar Guardiola að bæta miðjumanni og vinstri bakverði við leikmannahópinn sem stefnir hraðbyri að fjórða meistaratitli félagsins á síðustu fimm árum.