Enski boltinn

Gylfi verður í stóru hlutverki inni á miðjunni

Gylfi Þór Sigurðsson verður fyrst og síðast notaður sem framliggjandi miðjumaður hjá Everton í vetur.

Gylfi er að hefja sitt annað tímabil hjá Everton. Fréttablaðið/Getty

Marco Silva ætlar Gylfa Þór Sigurðssyni stórt hlutverk í liði Everton í vetur. Hann ætlar að nota íslenska landsliðsmanninn inni á miðjunni.

Í samtali við Liverpool Echo segir Silva að hann muni notast við leikkerfið 4-3-3 hjá Everton. Portúgalinn segir jafnframt að Gylfi fái að spila sína eftirlætis stöðu, sem framliggjandi miðjumaður. Á síðasta tímabili var Gylfi oft notaður á vinstri kantinum.

„Ef ég spyr Gylfa í hvaða stöðu hann spili best er það sem framliggjandi miðjumaður,“ sagði Silva.

„Hann getur spilað á vinstri kantinum, gerði það á síðasta tímabili og hjá liðunum sem hann var áður hjá, en hann á að spila inni á miðjunni, annað hvort fyrir framan einn varnarsinnaðan miðjumann eða tvo. 

„Hann gæti spilað á vinstri kantinum í einhverjum leikjum en við keyptum vinstri kantmann til að hann gæti spilað í sinni bestu stöðu.“

Everton lét mikið til sín taka á lokadegi félagaskiptagluggans í gær og fékk þrjá leikmenn; Yerry Mina, Andre Gomes og Bernard.

Everton mætir Wolves í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

„Gagnrýnin á Sterling er drifin áfram af rasisma“

Enski boltinn

Cech segir Leverkusen sorglegt félag

Enski boltinn

Markakóngurinn gripinn í símanum undir stýri

Auglýsing

Nýjast

Sjö félög fá stærstan hluta af HM-kökunni

Sárnaði þegar Courtois fór til Real Madrid

Hannes og fé­lagar þurfa sigur gegn Ís­lands(ó)vinunum í BATE

Hafði ekki skorað í 83 leikjum en skoraði svo tvö gegn Víkingi

„Fengum reglulega upplýsingar úr stúkunni“

Þrenna Pedersen afgreiddi Grindvíkinga

Auglýsing