Leik Aston Villa og Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla sem var á dagskrá um helgina hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í leikmannahópi og starfsliði Aston Villa.

Nú hefur þremur leikjum Aston Villa í deildinni verið frestað vegna kórónaveirunnar en liðið átti að mæta Tottenham Hotspur í gær.

Búið er að setja nýja dagsetningu á frestaðan leik Aston Villa gegn Newcastle United sem fram átti að fara í desember en sá leikur verður spilaður laugardaginn 23. desember.