Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Everton þegar liðið lagði Salford að velli, 3-0, í enska deildarbikarnum á Goodison Park í kvöld.

Gylfi Þór hefur þar af leiðandi skorað 100 mörk í ensku knattspyrnunni en hann hefur leikið með Reading, Shrewsbury Town, Crewe Alexandra, Tottenham Hotspur, Swansea City og Everton á enskri grundu.

Hér að neðan má sjá hvernig mörk Gylfa Þórs deilast niður á þau lið sem hann hefur spilað með á Englandi:

100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football: 37 | Swansea City 24 | Everton 22 | Reading 13 | Tottenham Hotspur 3 | Crewe Alexandra 1 | Shrewsbury Town

Posted by Gylfi Sigurdsson on Miðvikudagur, 16. september 2020

Landsliðsfyrirliðinn lagði svo upp fyrsta mark leiksins sem miðvörðurinn Michael Keane skoraði.

Gylfi Þór fékk aukna samkeppni í sumar með tilkomu Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodríguez til Everton í sumar.

Í fyrsta deildarleik Everton á nýhafinni leiktíð sem var sigurleikur á móti Tottenham Hotspur kom Gylfi inná sem varamaður inn á miðsvæðið. Hann lék sömuleiðis inni á miðjunni í þessum leik.