Fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton, verður laus gegn trygginu fram til miðvikudagsins 19. janúar.

Það er breska blaðið Sun sem greinir frá þessu. Lögreglan í Manchester staðfestir þetta í samtali við blaðið.

Gylfi Þór var handtekinn í júlí í fyrrasumar vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi og húsleit var gerð á heimili hans.

Eftir yfirheyrslu hjá lögreglu var Gylfi Þór svo laus gegn tryggingu og hefur sú ákvörðun nú verið framlengd þrisvar sinnum. Átti síðasta framlengingin að renna út á morgun, sunnudag.

Gylfi Þór var ekki valinn á leikmannalista Everton fyrir yfirstandandi keppnistímabil og hefur sömuleiðis ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan hann var handtekinn.