Gylfi Þór Sigurðsson kemur aftur inn í byrjunarlið Everton þegar liðið leikur við Southampton í 12. umferð ensku úrvalsdeildairnnar í knattspyrnu karla á St. Mary's í dag.

Gylfi Þór hefur byrjað á varamannabekk Everton í síðustu þremur deildarleikjum Everton sem og leik liðsins gegn Waftord í enska deildarbikarnum.

Hann hefur komið inná í öllum þessum leikjum fyrir utan leikinn við Watford og skoraði meðal annars annað marka Everton í sigri gegn West Ham United í næst síðustu umferð deildarinnar.

André Gomes miðvallarleimmaður Everton fótbrotnaði í síðasta deildarleik liðsins á móti Tottenham Hotspur og Gylfi Þór tekur sæti hans í liðinu.

Líklegt er að Gylfi Þór muni leika sem sem sóknartengiliður í leiknum með þá Morgan Schneiderlin og Tom Davies fyrir aftan sig inn á miðsvæðinu.

Everton er fyrir leikinn í 17. sæti deildarinnar með 11 stig og þarf sárlega á stigum að halda í þessum leik.