Everton verður án Gylfa Þórs Sigurðssonar þegar liðið fær Newcastle United í heimsókn á Goodison Park í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla annað kvöld. Gylfi Þór er að glíma við meiðsli í nára en þau héldu honum einnig frá vellinum þegar Everton gerði jafntefli við West Ham United um helgina.

Auk Gylfa Þórs eru Richarlison, Alex Iwobi og Michael Keane einnig að jafna sig eftir að meiðsli. Keane er sá eini sem til greina kemur að verði með í slagnum við Newcastle United. Þá eru miðvallarleikmennirnir André Gomes og Jean-Philippe Gbamin að glíma við langtímameiðsli.

Fyrir leikinn eru Everton jöfn að stigum í 11. - 12. sæti deildarinnar með 29 stig hvort lið en Arsenal er með sama stigafjölda í 10. sætinu. Fyrrgreind lið eru fimm stigum frá sæti sem veitir þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og sjö stigum frá fallsvæði deildarinnar.