Fótbolti

Gylfi: Eitt besta lið í heiminum í að refsa

Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að Svisslendingar hafi refsað grimmilega fyrir þau mistök sem leikmennn íslenska liðsins hafi gert í leik liðanna í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson lætur dómarann heyra það í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink

Fyrra markið sem þeir skora verður til þess að við verðum að fara framar á völlinn og þá teygist svolítið á okkur. Þá þurftum við að taka svolítið meiri sjénsa og þeir ná að opna okkur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið eftir tapið gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í kvöld.  

„Þeir eru með frábært lið, geta haldið boltanum vel og eru góðir í að nýta sér þau svæði sem þeir fá. Þetta er meðal bestu liða í heimi í dag og þeir sýndu það á köflum í þessum leik. Markið hans Alfreðs gaf okkur hins vegar trú á verkefninu og við hefðum alveg getað fengið eitthvað út úr þessum leik," sagði Gylfi Þór enn fremur. 

„Við erum er að spila miklu betur í þessum leik en í leiknum úti og margt jákvætt sem við getum tekið frá þessum leik. Þessi landsliðsgluggi var miklu betri en sá síðasti. Áherslur Eriks Hamrén og Freys Alexanderssonar eru að komast betur í gegn og þetta er allt í rétta átt," sagði hann um framhaldið.

„Nú verðum við bara að halda áfram að bæta okkur og vonandi endurheimtum við þá leikmenn sem voru ekki með í þessum leik vegna meiðsla í næsta verkefni. Það má ekki gleyma því að við erum að leika við mjög öfluga andstæðinga í síðustu leikjum og við höfum ekkert misst trúna þrátt að úrslitin hafi ekki verið okkur í hag í undanförnum leikjum," sagði fyrirliðinn um framhaldið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Fótbolti

Segja Matthías vera að semja Vålerenga

Fótbolti

Dagný sögð á leið til Portland aftur

Auglýsing

Nýjast

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Í beinni: Þýskaland - Ísland

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

Jota með þrennu í dramatískum sigri Úlfanna

Auglýsing