Leikmenn Everton og þjálfararteymið er komið í sóttkví eftir að einn leikmaður var með einkenni kórónaveirunnar.

Það þýðir að Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í sóttkví og getur ekki tekið þátt í leik Íslands og Rúmeníu þann 26. mars næstkomandi.

Með því eru fjögur lið ensku úrvalsdeildarinnar með leikmenn í sóttkví.

Fyrr í dag var það tilkynnt að Callum Hudson-Odoi væri smitaður, hálfum sólarhring eftir að Mikel Arteta greindist með veiruna.

Líklegt er að deildinni verði frestað ótímabundið á neyðarfundi ensku deildarkeppninnar í dag.

Þá er nokkuð víst að leikir Íslands og Rúmeníu fara ekki fram í lok þessa mánaðar.