Gylfi Þór Sigurðsson mun leika sinn 100. leik í íslensku landsliðstreyjunni í kvöld ef leikir með yngri landsliðunum eru teknir með inn í myndina.

Hafnfirðingurinn er að leika sinn 68. A-landsleik í kvöld og verður í 19. sæti yfir flesta leiki. Emil Hallfreðsson getur fært sig upp í nítjánda sætið ásamt Gylfa ef hann kemur við sögu í kvöld.

Gylfi Þór klæddist fyrst íslensku landsliðstreyjunni í leik fyrir tæpum fjórtán árum síðan í leik með U-17 ára landsliðinu.

Samtals lék Gylfi 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þrjá með U17, fimmtán með U19 og fjórtán með U21.

Hann lék fyrsta leik sinn fyrir A-landsliðið um vorið 2010 og er í dag þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins.