Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton rann sitt skeið í dag og er hann því ekki lengur á mála hjá enska knattspyrnufélaginu eftir fimm ára dvöl.

Gylfi kom ekkert við sögu hjá Everton á síðasta tímabili á meðan rannsókn stóð yfir vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Hann hefur fengið að ganga laus gegn greiðslu tryggingafés í tæpt ár sem gildir til til 16. júlí næstkomandi. Hann hefur um leið verið í farbanni.

Miðjumaðurinn lék 156 leiki fyrir Everton og skoraði 31 mark. Þá á hann að baki 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni og er markahæsti Íslendingurinn í sögu keppninnar.