Sport

Gylfi frá næstu tvo mánuðina en nær HM

Everton sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Gylfi Þór Sigurðsson verður frá næstu 6-8 vikurnar en það þýðir að Gylfi ætti að vera klár í slaginn þegar Ísland mætir til leiks á HM.

Gylfi í leik með landsliðinu en okkar mikilvægasti maður ætti að ná HM. Fréttablaðið/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Everton gegn Brighton um helgina en hann ætti því að vera klár þegar Ísland mætir til leiks á HM í Rússlandi í sumar.

Gylfi meiddist á 20. mínútu leiksins en eftir aðhlynningu skokkaði hann aftur inn á og kláraði allan leikinn. Eftir leik reyndist hann vera með bólgið hné og var hann sendur í nánari læknisskoðun af Everton á mánudaginn til að áætla hversu lengi hann yrði frá.

Kemur fram í tilkynningu frá Everton að hann verði frá næstu 6-8 vikurnar en samkvæmt því missir hann af leikjunum átta sem Everton á eftir af þessu tímabili ásamt því að missa af landsleikjum Íslands í lok þessara mánaðar.

Fagnaðarerindið er hinsvegar að miðað við tvo mánuði ætti hann að ná sér að fullu um miðjan maí og geta tekið þátt í undirbúningi Íslands og síðar leikjunum þegar Ísland tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Fyrsti leikur Íslands á HM gegn Argentínu fer fram þann 16. júní en það gefur Gylfa þrjá mánuði til að komast aftur af stað og vera klár í slaginn í Moskvu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sport

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Körfubolti

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Fimleikar

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Auglýsing

Nýjast

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Gunnar niður um eitt sæti á styrk­leika­lista UFC

City og Barcelona að berjast um Saul

Mourinho búinn að neita nokkrum starfstilboðum

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Auglýsing