HM 2018 í Rússlandi

Gylfi frá næstu tvo mánuðina en nær HM

Everton sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Gylfi Þór Sigurðsson verður frá næstu 6-8 vikurnar en það þýðir að Gylfi ætti að vera klár í slaginn þegar Ísland mætir til leiks á HM.

Gylfi í leik með landsliðinu en okkar mikilvægasti maður ætti að ná HM. Fréttablaðið/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Everton gegn Brighton um helgina en hann ætti því að vera klár þegar Ísland mætir til leiks á HM í Rússlandi í sumar.

Gylfi meiddist á 20. mínútu leiksins en eftir aðhlynningu skokkaði hann aftur inn á og kláraði allan leikinn. Eftir leik reyndist hann vera með bólgið hné og var hann sendur í nánari læknisskoðun af Everton á mánudaginn til að áætla hversu lengi hann yrði frá.

Kemur fram í tilkynningu frá Everton að hann verði frá næstu 6-8 vikurnar en samkvæmt því missir hann af leikjunum átta sem Everton á eftir af þessu tímabili ásamt því að missa af landsleikjum Íslands í lok þessara mánaðar.

Fagnaðarerindið er hinsvegar að miðað við tvo mánuði ætti hann að ná sér að fullu um miðjan maí og geta tekið þátt í undirbúningi Íslands og síðar leikjunum þegar Ísland tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Fyrsti leikur Íslands á HM gegn Argentínu fer fram þann 16. júní en það gefur Gylfa þrjá mánuði til að komast aftur af stað og vera klár í slaginn í Moskvu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Króatar senda mann heim sem neitaði að koma inn á

HM 2018 í Rússlandi

Maradona æfur: Þetta var skandall

HM 2018 í Rússlandi

Neitaði að taka við verðlaunum fyrir mann leiksins

Auglýsing

Nýjast

Sport

Hann spáir 37 stiga hita þegar Ísland mætir Nígeríu

Fótbolti

Um­deildri brons­styttu af Ron­aldo skipt út fyrir nýja

HM 2018 í Rússlandi

Svipta Pogba markinu gegn Ástralíu

Sport

Vilja Hannes í ensku úrvalsdeildina

HM 2018 í Rússlandi

Engin æfing hjá landsliðinu í dag

HM 2018 í Rússlandi

Alfreð upp að hlið Arnórs og Ríkharðs

Auglýsing