Sport

Gylfi frá næstu tvo mánuðina en nær HM

Everton sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Gylfi Þór Sigurðsson verður frá næstu 6-8 vikurnar en það þýðir að Gylfi ætti að vera klár í slaginn þegar Ísland mætir til leiks á HM.

Gylfi í leik með landsliðinu en okkar mikilvægasti maður ætti að ná HM. Fréttablaðið/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Everton gegn Brighton um helgina en hann ætti því að vera klár þegar Ísland mætir til leiks á HM í Rússlandi í sumar.

Gylfi meiddist á 20. mínútu leiksins en eftir aðhlynningu skokkaði hann aftur inn á og kláraði allan leikinn. Eftir leik reyndist hann vera með bólgið hné og var hann sendur í nánari læknisskoðun af Everton á mánudaginn til að áætla hversu lengi hann yrði frá.

Kemur fram í tilkynningu frá Everton að hann verði frá næstu 6-8 vikurnar en samkvæmt því missir hann af leikjunum átta sem Everton á eftir af þessu tímabili ásamt því að missa af landsleikjum Íslands í lok þessara mánaðar.

Fagnaðarerindið er hinsvegar að miðað við tvo mánuði ætti hann að ná sér að fullu um miðjan maí og geta tekið þátt í undirbúningi Íslands og síðar leikjunum þegar Ísland tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Fyrsti leikur Íslands á HM gegn Argentínu fer fram þann 16. júní en það gefur Gylfa þrjá mánuði til að komast aftur af stað og vera klár í slaginn í Moskvu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Fótbolti

Messi skákaði Ronaldo með þrennu sinni

Fótbolti

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Auglýsing

Nýjast

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Auglýsing