HM 2018 í Rússlandi

Gylfi er farinn að sparka í bolta á ný

Gylfi Þór Sigurðsson birti í dag myndband af sjálfum sér að æfa með bolta en það eru fagnaðarerindi fyrir íslenska landsliðið í fótbolta tæpum mánuði fyrir fyrsta leik á HM.

Gylfi ætti að vera klár í slaginn á HM í sumar. Fréttablaðið/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, birti í dag myndband á Instagram-síðu sinni sem ætti að gleðja íslenska knattspyrnuaðdáendur en þar sást hann æfa með bolta á grasi.

Gylfi meiddist ansi illa á hné í byrjun mars í leik Everton og Brighton en hann kláraði leikinn þrátt fyrir að hafa meiðst á upphafsmínútunum. Var hnéð ansi bólgið en Everton gaf það út að hann yrði frá næstu 4-6 vikurnar.

Nú þegar tæpur mánuður er til leiks Íslands og Argentínu í Moskvu er jákvætt að sjá að Gylfi sé farinn að sparka boltanum á ný þótt að það hafi komið undir skringilegum kringumstæðum.

Hægt er að sjá myndband frá því hér á Instagram þar sem hann sést leika sér með knöttinn á Isleworth golfvellinum í Bandaríkjunum en Gylfi hefur dvalið í Florída-fylki undanfarna daga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Kroos gagnrýnir Özil: „Margt af þessu er kjaftæði“

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing