Sport

Gylfi er farinn að sparka í bolta á ný

Gylfi Þór Sigurðsson birti í dag myndband af sjálfum sér að æfa með bolta en það eru fagnaðarerindi fyrir íslenska landsliðið í fótbolta tæpum mánuði fyrir fyrsta leik á HM.

Gylfi ætti að vera klár í slaginn á HM í sumar. Fréttablaðið/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, birti í dag myndband á Instagram-síðu sinni sem ætti að gleðja íslenska knattspyrnuaðdáendur en þar sást hann æfa með bolta á grasi.

Gylfi meiddist ansi illa á hné í byrjun mars í leik Everton og Brighton en hann kláraði leikinn þrátt fyrir að hafa meiðst á upphafsmínútunum. Var hnéð ansi bólgið en Everton gaf það út að hann yrði frá næstu 4-6 vikurnar.

Nú þegar tæpur mánuður er til leiks Íslands og Argentínu í Moskvu er jákvætt að sjá að Gylfi sé farinn að sparka boltanum á ný þótt að það hafi komið undir skringilegum kringumstæðum.

Hægt er að sjá myndband frá því hér á Instagram þar sem hann sést leika sér með knöttinn á Isleworth golfvellinum í Bandaríkjunum en Gylfi hefur dvalið í Florída-fylki undanfarna daga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Auka fjárframlög til kvennaboltans um helming

Enski boltinn

Segja að Raiola sé búinn að semja við Barcelona

Handbolti

Axel velur æfingahóp

Auglýsing

Nýjast

Bolt er með tilboð frá liði í Evrópu

Guardiola opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Luke Shaw að fá nýjan samning

„Vildum sýna að leikurinn gegn Sviss var frávik“​

Sagan ekki glæsileg gegn Sviss

Auglýsing