HM 2018 í Rússlandi

Gylfi er farinn að sparka í bolta á ný

Gylfi Þór Sigurðsson birti í dag myndband af sjálfum sér að æfa með bolta en það eru fagnaðarerindi fyrir íslenska landsliðið í fótbolta tæpum mánuði fyrir fyrsta leik á HM.

Gylfi ætti að vera klár í slaginn á HM í sumar. Fréttablaðið/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, birti í dag myndband á Instagram-síðu sinni sem ætti að gleðja íslenska knattspyrnuaðdáendur en þar sást hann æfa með bolta á grasi.

Gylfi meiddist ansi illa á hné í byrjun mars í leik Everton og Brighton en hann kláraði leikinn þrátt fyrir að hafa meiðst á upphafsmínútunum. Var hnéð ansi bólgið en Everton gaf það út að hann yrði frá næstu 4-6 vikurnar.

Nú þegar tæpur mánuður er til leiks Íslands og Argentínu í Moskvu er jákvætt að sjá að Gylfi sé farinn að sparka boltanum á ný þótt að það hafi komið undir skringilegum kringumstæðum.

Hægt er að sjá myndband frá því hér á Instagram þar sem hann sést leika sér með knöttinn á Isleworth golfvellinum í Bandaríkjunum en Gylfi hefur dvalið í Florída-fylki undanfarna daga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Hannes tekinn af velli vegna meiðsla

HM 2018 í Rússlandi

24 dagar í HM

HM 2018 í Rússlandi

25 dagar í HM

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

FH upp að hlið Breiðabliki á toppnum

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Handbolti

Bjarki Már EHF-meistari

Auglýsing