Gylfi Þór Sigurðs­son er ekki á lista þeirra 24 leik­manna sem enska úr­vals­deildar­liðið E­ver­ton lagði fram í gær og skráðir eru til leiks fyrir liðið í vetur.

Öll fé­lög í deildinni skiluðu í gær inn endan­legum leik­manna­listum og mega þau að há­marki skrá 25 leik­menn. E­ver­ton skráði hins vegar einum færri en leyft er. Listinn stendur fram í janúar en þá má breyta honum er fé­lags­skipta­glugginn opnar að nýju.

Það kemur ef­laust fáum á ó­vart að Gylfi sé ekki á listanum en hann var hand­tekinn í sumar grunaður um kyn­ferðis­brot gegn barni. Þá var gerð hús­leit á heimili hans. Rann­sókn málsins stendur enn yfir og er Gylfi laus gegn tryggingu til í það minnsta 16. októ­ber.

Hvort Gylfi klæðist blárri treyju E­ver­ton aftur er ó­víst en það verður þá í fyrsta lagi í janúar.