Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið færður í húsnæði sem útvegað var af félagi hans, Everton, en þar er hans gætt allan sólarhringinn. Það er Mail Online sem greinir frá þessu.

Gylfi Þór var handtekinn á föstudagskvöldið síðastliðið vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Landsliðsmðaurinn hefur staðfastlega neitað sök í málinu.

Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu gegn tryggingu en húsleit var gerð á heimili hans og munir gerðir upptækir vegna rannsóknarinnar á meintum brota Gylfa Þórs.

Fjölskylda Gylfa Þórs er komin til Englands og er með honum í húsnæðinu sem honum var útvegað en Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Þórs, er stödd á Íslandi.