Nú þegar Manchester City hefur verið dæmt í tveggja ára bann frá keppni í Meistaradeildinni eftir að hafa brotið fjármálareglur UEFA hefur #freePinto farið aftur af stað. Þar er verið að hampa Rui Pinto, 31. árs Portúgala, sem er maðurinn á bakvið lekann sem þýska blaðið Der Spiegel birti og varð til þess valdandi að Manchester City var dæmt í þetta bann.

Pinto er hakkari en vinna hans var ekki til að eyðileggja heldur til að upplýsa. Og það tókst svo sannarlega - svo eftir var tekið. Samkvæmt Daily Mail vann hann heiman frá sér í Portúgal og notaði gælunafnið John þegar hann fór að birta fréttir á Football Leaks vefsíðunni. Þar kom hann upp um ýmsa spillingu í metorðastiga fótboltans og sýndi hvernig samningar voru uppbyggðir og fleira. Hann lét þýska blaðið fá 3,4 terabæt af gögnum sem telur um 70 milljónir blaðsíðna.

Hann kom upp um skattsvik Cristiano Ronaldo og Manchester City auk fjölda annara. Sýndi tölvupósta og ýmsa forarpytti fótboltans sem aldrei áður höfðu sést. Þá kom hann upp um Isabel dos Santos, dóttir fyrrverandi forseta Angóla, sem hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti, skjalafals og brot á stjórnsýsluháttum á því tímabili sem hún stýrði ríkisolíufélagi Angóli, Sonangol.

Pinto færði sig um set og fór til Ungverjalands en var framseldur til heimalandsins þar sem hann bíður dóms því hann hefur verið kærður fyrir fjárkúgun og netglæpi en alls telja ákærurnar 147. Hann hefur fengið stuðning víðsvegar að úr heiminum og aðdáendur Borussia Dortmund voru með borða honum til stuðnings og mótmæltu handtöku hans.

Í vikunni var staðfest að Pinto hefði komið harða disknum sínum í hendur ICIJ, sem er Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna. Og Isabel dos Santos varð fyrsta fórnarlamb frá þessu drifi. Hann ákvað að stíga úr felum til að fá meiri alþjóðlega vernd enda hefur hann ekki gert neitt annað en að koma upp um spillingu og svindl.