Íslenski boltinn

Guðrún yfirgefur Blika

Miðvörðurinn Guðrún Arnardóttir sagði í dag upp samningi sínum hjá Breiðablik en þetta staðfesti umboðsmaður hennar, Brjánn Guðjónsson, í samtali við Fotbolti.Net í dag.

Guðrún í bikarúrslitaleiknum í sumar. Fréttablaðið/Ernir

Miðvörðurinn Guðrún Arnardóttir sagði í dag upp samningi sínum hjá Breiðablik en þetta staðfesti umboðsmaður hennar, Brjánn Guðjónsson, í samtali við Fotbolti.Net í dag.

Guðrún sem er 23 ára hefur leikið með Breiðablik frá árinu 2012 eftir að hafa komið frá Selfossi og unnið tvo Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Blikum.

Hefur hún verið kletturinn í vörn Blika í báðum Íslandsmeistaratitlum félagsins á undanförnum árum. Árið 2015 var hún við hlið Málfríðar Ernu Sigurðardóttir þegar Breiðablik fékk aðeins fjögur mörk á sig á einu sumri.

Hefur hún komið við sögu í fimm landsleikjum fyrir Íslands hönd og 98 leikjum í efstu deild þar sem hún hefur skorað átta mörk. Þá hefur hún skorað tvö mörk í þremur bikarúrslitaleikjum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Íslenski boltinn

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Íslenski boltinn

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing

Nýjast

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Benitez valinn stjóri mánaðarins í nóvember

Auglýsing