Golf

Guðrún Brá úr leik í Englandi

Sjö skollar á öðrum hring urðu Guðrúnu Brá að falli á LETA-mótaröðinni í Englandi í dag er hún kom í hús á sex höggum yfir pari og missti af niðurskurði.

Guðrún Brá slær af teig í Grafarholtinu á dögunum. GSÍmyndir.net/Seth

Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á WPGA International mótinu í Englandi sem var hluti af LETA-mótaröðinni er hún kom í hús á sex höggum yfir pari á öðrum hring í dag.

Lauk hún keppni á 152 höggum eða átta höggum yfir pari og var þremur höggum frá því að ná niðurskurðinum.

Guðrún fékk einn fugl í dag á fjórðu holu vallarins en fékk sjö skolla og tíu pör. Fékk hún alls fjóra fugla á hringjunum tveimur, tíu skolla og einn skramba.

Í viðtali við Fréttablaðið á dögunum sagðist hún stefna að því að ná tveimur mótum til viðbótar á LETA-mótaröðinni ásamt því að gera atlögu að LET-mótaröðinni í haust.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís Þóra hefur leik í Bonville í nótt

Golf

Nýr lands­liðs­þjálfari ráðinn á næstu vikum

Golf

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Auglýsing

Nýjast

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing