Golf

Guðrún Brá úr leik í Englandi

Sjö skollar á öðrum hring urðu Guðrúnu Brá að falli á LETA-mótaröðinni í Englandi í dag er hún kom í hús á sex höggum yfir pari og missti af niðurskurði.

Guðrún Brá slær af teig í Grafarholtinu á dögunum. GSÍmyndir.net/Seth

Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á WPGA International mótinu í Englandi sem var hluti af LETA-mótaröðinni er hún kom í hús á sex höggum yfir pari á öðrum hring í dag.

Lauk hún keppni á 152 höggum eða átta höggum yfir pari og var þremur höggum frá því að ná niðurskurðinum.

Guðrún fékk einn fugl í dag á fjórðu holu vallarins en fékk sjö skolla og tíu pör. Fékk hún alls fjóra fugla á hringjunum tveimur, tíu skolla og einn skramba.

Í viðtali við Fréttablaðið á dögunum sagðist hún stefna að því að ná tveimur mótum til viðbótar á LETA-mótaröðinni ásamt því að gera atlögu að LET-mótaröðinni í haust.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Ólafía Þórunn þarf að berjast fyrir sæti sínu

Golf

Kylfur Valdísar týndust líka á leiðinni frá Frakklandi

Golf

Ólafía ellefta

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Auglýsing