Golf

Guðrún Brá náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur úr GK náði ekki að halda sér í toppbaráttunni á lokahringnum á síðasta móti LET mótaraðararinnar sem lauk í Barcelona í dag.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir missti flugið á þriðja hringnum í dag. go GSÍmyndir.net/Seth

Síðasta mótið á LET mótaröðinni í golfi kvenna á þessu keppnistímabili lauk í Barcelona í dag. Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur úr GK hafnaði í 17. - 24. sæti á mótinu. 

Guðrún Brá deildi toppsætinum með franska kylfingnum Ana­is Meys­sonnier fyrir þriðja og síðasta hringinn sem leikinn var í dag. 

Hún byrjaði mótið einkar vel og fór fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari vallarins. Þá lék hún stöðugt golf á öðrum hringnum þar sem par vallarins var niðurstaðan. 

Henni fataðist hins vegar flugið á lokahringnum og lék hann á sex höggum yfir pari og hringina þrjá því samtals á fjörum höggum yfir pari. 

Þetta er ellefta mótið sem Guðrún Brá tekur þátt í á þessu tíma­bili, en hún hef­ur kom­ist í gegn­um niður­skurðinn á fimm þeirra. 

Hún  var í 71. sæti á pen­ingalista mót­araðar­inn­ar fyr­ir mótið í Barcelona.

Guðrún Brá mun svo leika á loka­úr­töku­mót­inu fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina, sterk­ustu mótaröð Evr­ópu, í Mar­okkó dagana 16.-20. des­em­ber. Hún komst í gegn­um fyrsta stig úr­töku­móts­ins sem lauk um síðustu helgi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Birgir Leifur úr leik

Golf

Guðrún Brá í baráttu um sigurinn

Golf

Guðrún Brá fer afar vel af stað

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing