Golf

Guðrún Brá lauk leik í 53. sæti í Marokkó

Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir tókst ekki að komast inn á Evrópumótaröðina á næsta ári en hún lenti í 53. sæti í úrtökumótinu sem lauk í dag.

Guðrún Brá er ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik. Mynd/GSÍ

Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir tókst ekki að komast inn á Evrópumótaröðina á næsta ári en hún lenti í 53. sæti í úrtökumótinu sem lauk í dag.

Er þetta annað árið í röð sem Guðrún Brá reynir að komast inn á Evrópumótaröðina, sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu.

Það var ljóst að það þurfti allt að ganga upp hjá Guðrúnu í dag en aðeins efstu 25 kylfingarnir fá þáttökurétt á næsta ári.

Hafnfirðingurinn var fimm höggum frá því í upphafi dags og lék hring dagsins á einu höggi yfir pari.

Lauk hún því keppni á þremur höggum yfir pari eftir fimm hringi og er fimm höggum frá því að enda meðal 25 efstu.

Guðrún Brá var búin að tryggja þáttökurétt sinn á LETA-mótaröðinni á næsta ári, næst sterkustu mótaröð Evrópu og verður Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, eini íslenski kylfingurinn á Evrópumótaröðinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís og Ólafía í baráttunni um sæti á ÓL í Tókýó

Golf

Valdís átti besta hring mótsins

Golf

Valdís efst þegar mótið er hálfnað

Auglýsing

Nýjast

Leystu verkefnið fagmannlega í Andorra

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Aron og Alfreð byrja báðir

Góð frammistaða en svekkjandi úrslit

Börsungar tilbúnir að selja Coutinho

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Auglýsing