Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir atvinnukylfingur úr GK er í toppsætinu á LET mót­araðar­inn­i í golfi á lokamóti mótaraðarinnar á keppnistímabilinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 

Guðrún Brá lék annan hring mótsins á pari vallarins í dag, en hún lék fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari í gær. Hún fékk fjóra skolla á hringnum í dag og fjóra fugla. Hún paraði svo hinar tíu holurnar.

Hún er jöfn franska kylfingnum Ana­is Meys­sonnier í efsta sæt­inu fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Þrír kylf­ing­ar koma þar  á eft­ir þeim á einu höggi undir pari vallarins.

Þetta er ellefta mótið sem Guðrún Brá tekur þátt í á þessu tíma­bili, en hún hef­ur kom­ist í gegn­um niður­skurðinn á fimm þeirra. Hún  var í 71. sæti á pen­ingalista mót­araðar­inn­ar fyr­ir mótið í Barcelona.

Guðrún Brá mun svo leika á loka­úr­töku­mót­inu fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina, sterk­ustu mótaröð Evr­ópu, í Mar­okkó dagana 16.-20. des­em­ber. Hún komst í gegn­um fyrsta stig úr­töku­móts­ins sem lauk um síðustu helgi í Mar­okkó.