Golf

Guðrún Brá í baráttu um sigurinn

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í harðri baráttu um sigurinn á lokamóti leiktíðarinnar á LET mótaróðinni í golfi.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að standa sig vel í Barcelona. Mynd/GSÍ

Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir atvinnukylfingur úr GK er í toppsætinu á LET mót­araðar­inn­i í golfi á lokamóti mótaraðarinnar á keppnistímabilinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 

Guðrún Brá lék annan hring mótsins á pari vallarins í dag, en hún lék fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari í gær. Hún fékk fjóra skolla á hringnum í dag og fjóra fugla. Hún paraði svo hinar tíu holurnar.

Hún er jöfn franska kylfingnum Ana­is Meys­sonnier í efsta sæt­inu fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Þrír kylf­ing­ar koma þar  á eft­ir þeim á einu höggi undir pari vallarins.

Þetta er ellefta mótið sem Guðrún Brá tekur þátt í á þessu tíma­bili, en hún hef­ur kom­ist í gegn­um niður­skurðinn á fimm þeirra. Hún  var í 71. sæti á pen­ingalista mót­araðar­inn­ar fyr­ir mótið í Barcelona.

Guðrún Brá mun svo leika á loka­úr­töku­mót­inu fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina, sterk­ustu mótaröð Evr­ópu, í Mar­okkó dagana 16.-20. des­em­ber. Hún komst í gegn­um fyrsta stig úr­töku­móts­ins sem lauk um síðustu helgi í Mar­okkó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Birgir Leifur úr leik

Golf

Guðrún Brá náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun

Golf

Guðrún Brá fer afar vel af stað

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing