Golf

Guðrún Brá fer afar vel af stað

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur úr GK lék einkar vel á fyrsta hring sínum í síðasta móti tímabilinu á LET mótaröðinni.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék vel í Barcelona í dag. Mynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur úr GK er í góðri stöðu eftir fyrsta hring sinn á lokamóti tímabilsins á LET mótaröðinni sem fram fer þessa dagana í Barcelona.

Guðrún Brá lék fyrsta hring mótsins á tveimur höggum undir pari vallarins í dag og var jöfn tveimur öðrum kylfingum í öðru sæti þegar hún lauk leik.

Hún nældi sér í þrjá fugla og fékk svo einn skolla á hringnum en paraði síðan hinar holurnar fimmtán. 

Hafnfirðingurinn er tveimur höggum á eftir svissneska kylfingnum Caroline Rominger sem er í forystu.  

Alls eru leiknir þrír hringir á þessu móti, en lokahringurinn fer fram á laugardaginn kemur. Fyrir mótið er Guðrún Brá í 71. sæti stigalistans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Birgir Leifur úr leik

Golf

Guðrún Brá náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun

Golf

Guðrún Brá í baráttu um sigurinn

Auglýsing

Nýjast

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Helena: Einhvern veginn allt að

Auglýsing