Golf

Guðrún Brá þarf að leika draumahringinn

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili leikur lokahringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í dag en hún er í 46.-51. sæti fyrir lokahringinn.

Guðrún Brá les flötina á Íslandsmótinu í sumar. Mynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili leikur lokahringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í dag en hún er í 46.-51. sæti fyrir lokahringinn. 

Aðeins sextíu efstu kylfingarnir eftir fjóra hringi leika lokahringinn í úthverfi Marrakech og 25 efstu kylfingarnir í lok dags fá þáttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári.

Guðrún Brá fékk þrjá fugla í gær, tvo skolla og einn skramba og lék hringinn í gær á einu höggi yfir pari vallarins. Hún er samtals á tveimur höggum yfir pari eftir fjóra hringi og er fimm höggum frá því að komast í eitt af efstu 25 sætunum.

Er þetta annað árið í röð sem Guðrún Brá reynir við Evrópumótaröðina og líkt og í fyrra er hún í 51. sæti fyrir lokahringinn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís Þóra lauk leik á sínum besta hring

Golf

Valdís Þóra hefur ekki náð sér á strik í Abú Dabí

Golf

Tímabilið hefst hjá Valdísi Þóru

Auglýsing

Nýjast

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Leik lokið: Þýskaland 24 - 19 Ísland

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Auglýsing