Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs gera eina breytingu á byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu frá tapinu gegn Frakklandi í vináttulandsleik liðanna á föstudagskvöldið síðastliðið þegar liðið mætir Lettlandi í undankeppni EM 2021 í Liepaja klukkan 17.00 í dag.

Dagný Brynjarsdóttir tekur sæti Ingibjargar Sigurðardóttur í byrjunarliðinu en við það færist Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir af miðsvæðinu í hægri bakvörðinn og Dagný tekur sæti hennar á miðjunni.

Byrjunarlið íslenska liðsins er þannig skipað:

Mark: Sandra Sigurðardóttir.

Vörn: Hallbera Guðný Gísladóttir, Glódís Perla VIggósdóttir, Sif Atladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.

Miðja: Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir.

Sókn: Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen, Hlín Eiríksdóttir.