Þegar vika er í undirbúningstímabilið í bandarísku NWSL-deildinni í fótbolta þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með Orlando Pride ganga viðræður illa um nýjan kjarasamning leikmanna.
Það gæti því farið svo að Gunnhildur verði í verkfalli með leikmönnum NWSL-deildarinnar þegar undirbúningstímabilið á að hefjast þann 1. febrúar næstkomandi.
Samkvæmt heimildum Athletic eru leikmenn sammála um að mæta ekki aftur fyrr en nýr samningur er í höfn.
Kjarasamningar tíðkast í bandarísku íþróttalífi en það hefur aldrei verið slíkur samningur í bandarísku NWSL-deildinni, sterkustu kvennadeild Bandaríkjanna.