Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði 14. mark sitt fyrir kvennalandsliðið í dag þegar hún kom Íslandi 1-0 yfir gegn Tékklandi ytra í undankeppni HM 2023.

Þetta var annar leikurinn í röð sem Gunnhildur skorar í og þriðja mark Gunnhildar í undankeppninni.

Með því fer Gunnhildur upp að hlið Olgu Færseth í 11-12. sæti yfir markahæstu leikmenn kvennalandsliðsins frá upphafi.

Af fjórtán mörkum Gunnhildar fyrir landsliðið hafa þrjú komið í undankeppni HM 2023 eða rúmlega tuttugu prósent allra marka Gunnhildar fyrir kvennalandsliðið.