Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili en í dag var staðfest að Amanda Cromwell tæki við liði Orlando Pride sem leikur í bandarísku NWSL-deildinni.

Gunnhildur var að ljúka fyrsta tímabili sínu í herbúðum Orlando þar sem hún leikur þar ásamt kærustu sinni, kanadíska landsliðsmarkverðinum Eric McLeod.

Cromwell lék á sínum tíma 55 leiki fyrir bandaríska landsliðið og hefur undanfarin 25 ár þjálfað lið í bandaríska háskólaboltanum.

Það er ljóst að Orlando Pride mætir með talsvert breytt lið til leiks á næsta tímabili.

Félagið skipti Ashlyn Harris og Ali Krieger til Gotham FC og skipti Jodie Taylor til San Diego Waves, allt í skiptum fyrir valrétti í nýliðavalinu.

Þá er búist við því Orlando skipti Alex Morgan, einni bestu knattspyrnukonu heims undanfarinn áratug, til San Diego á næstu dögum.