Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells og landsliðskona í körfubolta, tilkynnti það í færslu á facebook-síðu sinni í dag að hún hefði tekið þá ákövðrðun að leggja skóna á hilluna eftir 15 ára feril sinn í meistaraflokki.

Gunnhildur sem er 29 ára gömul lék lungann úr ferlinum með uppeldisfélagi sínu, Snæfelli en þá lék hún um fjögurra ára skeið með Haukum. Hún varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, það er árin 2015 og 2016.

Þá varð Gunnhildur tvisvar sinnum bikarmeistari á ferli sínum, árið 2014 með Haukum og svo árið 2016 með Snæfelli.

Á árunum 2012 til 2019 lék þessi frábæri bakvörður og varnarmaður 36 landsleiki en á þeim tíma var hún fjórum sinnum hluta af íslenska landsliðinu sem hlaut silfurverðlaun á Smáþjóðleikum.