Gunnar Nelson náði vigt í dag fyrir bardaga hans gegn Leon Edwards í O2-höllinni í London annað kvöld.

Bardagi Gunnars er einn af aðalbardögum kvöldsins ásamt bardaganum þegar Darren Till mætir Jorge Masvidal og mætir Gunnar heimamanninum Edwards sem ólst upp í Birmingham, einni af stærstu borgum Bretlands.

Gunnar kom til Lundúna á þriðjudaginn og hefur eytt undanförnum dögum í æfingar í Bretlandi ásamt því að sinna þeim fjölmiðlaskyldum sem fylgja bardögum innan UFC-samtakanna.

Gunnar var 170,5 pund eða 77,33 kíló í vigtuninni og stóðst því kröfurnar fyrir bardaga í veltivigt í UFC.