MMA blaða­maðurinn Ste­ven Mar­rocco telur að bar­dagi Gunnars Nel­son og Bry­an Bar­berena, á bar­daga­kvöldi UFC í O2 höllinni í London í kvöld, sé einn sá mest spennandi á kvöldinu. Hans mat er að Gunnar sé nú í sinni síðustu at­lögu að velti­vigtar­beltinu.

„Nostalgía er á­byggi­lega á­stæðan fyrir þessu vali mínu en ég myndi velja bar­daga Gunnar Nel­son og Bry­an Bar­berena,“ segir Ste­ven við MMAfig­hting.com þar sem MMA sér­fræðingar voru beðnir um að velja mest spennandi bar­daga kvöldsins fyrir utan tvo aðal­bar­daga kvöldsins.

„Bar­daga­menn sem eru sér­fræðingar í á­kveðnum bar­daga­stíl eru ekki margir þessa dagana og það var alltaf svo á­nægju­legt að sjá Gunnar í búrinu á sínum tíma, vefja sig utan um and­stæðinga sína á gólfinu.

Eftir því sem hann komst hærra á styrk­leika­röðun velti­vigtar­deildarinnar reyndi hann, eða var neyddur til þess, að reyna á hæfi­leika sína standandi í búrinu og þar lenti hann í vand­ræðum gegn nokkrum bar­daga­mönnum sem voru hátt settir í deildinni.

Í kjöl­farið tók við meiðsla­tíma­bil hjá Gunnari sem sneri síðan aftur í búrið á síðasta ári, eftir rúm­lega tveggja og hálfs árs fjar­veru, með sigri á Takashi Sato.

„Nú 34 ára gamall er Gunnar til­búinn í sína síðustu atlögu að beltinu í velti­vigtar­deildinni. Barbarena er harður í horn að taka, bar­daga­maður sem elskar að fara í barning í búrinu. Það gæti falist tæki­færi í því fyrir Gunnar til þess að ná honum niður og klára hann með upp­gjafar­taki.

Ef hann nær því ekki, þá munum við fá bar­daga sem er Bry­an að skapi, al­gjör slags­mál.“