UFC bardagakappinn Gunnar Nelson fékk rúma eina milljón íslenskra króna í mánaðarlaun á síðasta ári ef marka má gögn sem fengin eru úr álagningaskrá Ríkisskattstjóra. Gunnar barst ekkert á vegum bardagasambandsins á síðasta ári en steig aftur inn í búrið í mars fyrr á þessu ári

Þar vann Gunnar öruggan sigur á Japananum Takashi Sato á bardagakvöldi UFC sem fór fram í O2-höllinni í Lundúnum. Fyrir þann bardaga hafði Gunnar skrifað undir nýjan fimm bardaga samning við UFC í upphafi árs.

Rúm tvö ár höfðu liðið frá síðasta bardaga Gunnars þar til hann mæti Sato í Lundúnum. Bardagakappinn vonast til þess að ekki líði svo langt á milli bardaga hjá honum. Vonandi fáum við að sjá Gunnar aftur í búrinu fyrir árslok en hann hefur þó þurft að fara í aðgerð á nefi eftir bardaga sinn við Sato sem hefur sett strik í reikninginn fyrir hann og endurkomuna í búrið.

Frétta­blaðið mun í sam­­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.