Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 18 leikmenn sem mæta munu Ísrael og Litháum í undakeppni EM 2022 í næstu viku.

Í leikmannahópn­um eru fimm leik­menn sem voru ekki í hópnum í loka­keppni HM í janúar fyrr á þessu á. Það eru Daní­el Þór Inga­son, Gunn­ar Steinn Jóns­son, Teit­ur Örn Ein­ars­son, Sveinn Jó­hanns­son og Elv­ar Ásgeirs­son sem er nýliði.

Strákarnir okkar leika við Ísrael í Tel Aviv þriðjudaginn 27. apríl, gegn Litháum í Vilnus fimmtudaginn 29. apríl og Ísrael á Ásvöllum sunnudaginn 2. maí næstkomandi.

Ísland er eftir þrjá leiki í öðru sæti riðilsins en stendur þó betur en Portúgal sem er í efsta sæti riðilsins vegna betri innbyrðis stöðu milli liðanna. Tvö efstu liðin fara beint á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu sem fram fer í janúar á næsta ári.

Hópur Íslands gegn Ísrael er eftirfarandi:

Markverðir:

Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1)

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (79/219)

Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (26/36)

Vinstri skytta:

Aron Pálmarsson, Barcelona (149/579)

Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH (31/9)

Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)

Leikstjórnendur:

Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)

Elvar Örn Jónsson, Skjern (43/111)

Gunnar Steinn Jónsson, Göppingen (42/36)

Hægri skytta:

Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (53/139)

Teitur Einarsson, IFK Kristianstad (18/18)

Viggó Kristjánsson, Stuttgart (18/44)

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC (120/341)

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (36/73)

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (60/75)

Sveinn Jóhansson, SønderjyskE Håndbold (9/15)

Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (50/23)