Gunnar Steinn Jónsson, landslipsmaður í handbolta, er á leið heim og ætlar að ganga til liðs við Stjörnuna fyrir næsta tímabil.

Gunnar Steinb verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Patta og kemur inn í þjálfarateymið ásamt Einari Hólmgeirssyni, einnig aðstoðarþjálfara, og Stephen Nielsen markmannsþjálfara.

Gunnar, sem er leikstjórnandi og á glæsilegan feril að baki í atvinnumennsku erlendis sem teygir sig yfir 12 ára tímabil.

Fyrstu skrefin voru tekin með HK Drott Halmstad og síðan lá leiðin til HBC Nantes, VFL Gummersbach, IFK Kristianstad, Ribe-Esbjerg HH og nú spilar hann hjá Frisch Auf Göppingen sem er í Bundeslígunni í Þýskalandi.

Þá á Gunnar á 42 landsleiki að baki og var hann nýlega kynntur sem hluti af landsliðshóp Íslands fyrir undankeppni EM sem mun mæta Ísraelum þann 27. apríl og Litháum þann 29. apríl.

Aðspurður um verkefnið „Eftir 12 ár á Evróputúr með fjölskylduna þá tókum við nú ákvörðun að halda heim á klakann góða. Patrekur og stjórn Stjörnunnar heilluðu mig með því verkefni sem þeir hafa hrint af stað í Garðabænum og verður spennandi að taka þátt í því.

Það var mikilvægur þáttur fyrir mig að koma að þjálfun samhliða því að taka skrefið til Íslands og byrja þannig nýjan kafla á mínum ferli með nýjum áherslum. Ég tel mig hafa margt fram að færa á því sviði og á sama tíma verður það góður skóli fyrir mig að starfa við hlið Patta,” segir Gunnar um verðandi vistaskipti.