Bardagakappinn Gunnar Nelson sigraði Alex Oliveira á UFC-bardagakvöldi sem fram fór í Toronto í Kanada í nótt. Gunnar náði andstæðingi sínum í tvígang í gólfið en þung olnbogahögg veittu Gunnari forskot.

Það var í annarri lotu sem Gunnar kláraði bardagann. Hann vann Oliveira með uppgjafartaki, á svokölluðu rea naked choke.

Gunnar hefur nú unnið átta bardaga af 11 í UFC. 

Gunnar upplýsti eftir bardagann að hann hefði verið meiddur á hné í aðdraganda bardagans. Það háði honum þó ekki mikið í hringnum.

Hann var í fjórtánda sæti styrkleikalistans fyrir bardagann í nótt, en sigurinn þýðir að hann fær mjög sterkan andstæðing í næsta bardaga.

Þegar Oliveira gafst upp var hann alblóðugur í andlitinu eftir olboga Gunnars. Sjálfur var Gunnar með blóðnasir.