Sport

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC. Hann lagði andstæðing sinn að velli í erfiðum bardaga í nótt.

Gunnar í yfirburðarstöðu í nótt. Getty Images

Bardagakappinn Gunnar Nelson sigraði Alex Oliveira á UFC-bardagakvöldi sem fram fór í Toronto í Kanada í nótt. Gunnar náði andstæðingi sínum í tvígang í gólfið en þung olnbogahögg veittu Gunnari forskot.

Það var í annarri lotu sem Gunnar kláraði bardagann. Hann vann Oliveira með uppgjafartaki, á svokölluðu rea naked choke.

Gunnar hefur nú unnið átta bardaga af 11 í UFC. 

Gunnar upplýsti eftir bardagann að hann hefði verið meiddur á hné í aðdraganda bardagans. Það háði honum þó ekki mikið í hringnum.

Gunnar fagnaði sigrinum vel. Getty Images

Hann var í fjórtánda sæti styrkleikalistans fyrir bardagann í nótt, en sigurinn þýðir að hann fær mjög sterkan andstæðing í næsta bardaga.

Þegar Oliveira gafst upp var hann alblóðugur í andlitinu eftir olboga Gunnars. Sjálfur var Gunnar með blóðnasir.

Gunnar fékk blóðnasir í bardaganum í nótt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Enski boltinn

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Íslenski boltinn

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Auglýsing

Nýjast

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing