Bardagakappinn Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn á UFC 286 bardagakvöldinu í London í kvöld og sigraði Bandaríkjamanninn Bryan Barberena.
Bardaginn endaði með uppgjafartaki í fyrstu lotu, nánar tiltekið með armlás.
Fyrir bardagann töldu veðbankar Gunnar talsvert sigurstranglegri en Barberena.
Líkt og áður segir fór bardaginn fram í London í O2-höllinni.