Ís­lenski UFC bar­daga­kappinn Gunnar Nel­son náði vigt í morgun fyrir bar­daga hans gegn Bry­an Bar­berena sem fer fram á bar­daga­kvöldi UFC í O2 höllinni í Lundúnum á morgun.

Gunnar steig á vigtina um klukkan 9:20 í morgun og vóg 77 kíló.

Um form­lega vigtun var að ræða í morgun þar sem að bar­daga­kapparnir fá tveggja klukku­stunda glugga frá klukkan 9-11 til þess að mæta á svæðið og láta vigta sig fyrir bar­daga­kvöldið.

And­stæðingur Gunnars, Bry­an Bar­berena náði einnig vigt og vóg 77,5 kíló.

Barberena á vigtinni í morgun
Fréttablaðið/Skjáskot

Aðal­hluti bar­daga­kvölds UFC á morgun hefst klukkan 21:00. Bar­dagi Gunnars og Bry­an er þar sá þriðji í röðinni. Hægt er að nálgast beina útsendingu frá viðburðinum á streymisveitu Viaplay