Gunnar Nelson er kominn með sinn næsta bardaga. Gunnar mætir þá Brasilíumanninum Claudio Silva á UFC bardagakvöldinu í London þann 19. mars.

Gunnar hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019. Gunnar hefur síðan þá glímt við meiðsli en hefur nú náð sér af meiðslunum. Gunnar skrifaði undir nýjan samning við UFC á dögunum og verður bardaginn við Silva sá fyrsti á nýjum samningi.

Claudio Silva er 39 ára Brasilíumaður sem hefur verið í UFC frá 2014. Silva er með 14 sigra og 3 töp á ferli sínum í MMA en þar af eru fimm sigrar í UFC. Silva hefur aldrei verið kláraður á ferlinum og er sjálfur duglegur að klára sína bardaga. Silva er svart belti í brasilísku jiu-jitsu en níu af 14 sigrum hans hafa verið eftir uppgjafartak.

UFC á eftir að tilkynna bardagann opinberlega en báðir bardagamenn hafa samþykkt bardagann.