UFC staðfesti í dag að Gunnar Nelson myndi mæta Thiago Alves í Kaupmannahöfn þann 28. september næstkomandi.

Er þetta fyrsti bardagi kvöldsins sem er staðfestur.

Gunnar mætti síðast Leon Edwards í London þar sem Gunnar tapaði með minnsta mun samkvæmt dómaraúrskurði í mars.

Bardaginn á sér stað nokkrum dögum fyrir 36 ára afmælisdag Alves sem hefur unnið 23 af 37 bardögum sínum sem bardagakappi.