Nýjasti þátturinn af The Grind, þar sem fylgst er með undirbúningi UFC bardagakappans Gunnars Nelson fyrir bardagann gegn Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í O2 höllinni, er kominn út.

Nýjasti þátturinn varpar ljósi á niðurskurð Gunnars fyrir bardagann en hann náði vigt í morgun og vóg þá rúm 77 kíló.

Í þættinum má einnig sjá þegar að Gunnar hittir á Dominick Cruz, fyrrum tvöfaldan UFC meistara í ræktinni. Cruz fólst eftir því frá Gunnari hverjum hann myndi vilja mæta eftir bardaga sinn gegn Barberena á morgun.

„Ég vil mæta Ponzinibbio aftur,“ svaraði Gunnar og Cruz sagði honum að á sömu stundu að kalla eftir því. „Ég hef gert það svo oft, hann mun ekki samþykkja það.“

Gunnar á þar við Santiago Ponzinibbio en þeir mættust í júlí árið 2017. Ponzinibbio bar rotaði þar Gunnar eftir að hafa svindlað og potað nokkrum sinnum í augun á Gunnari á meðan að bardaga þeirra stóð.

Nýjasta þátt The Grind má sjá hér fyrir neðan:

Aðalhluti bardagakvölds UFC í O2 höllinni á morgun hefst klukkan 21:00. Bardagi Gunnars og Bryan Barberena er sá þriðji í röðinni þar og mætti því gera ráð fyrir því að hann hefjist á milli 22:00 og 23:00. Það veltur þó á því hversu fljótt fyrstu tveimur bardögum kvöldsins lýkur.