Íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson er á fullu þessa dagana við undirbúning fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards sem líkt og alþjóð veit fer fram næstkomandi laugardagskvöld en kærastan hans, Franscisca Björk setti afar skemmtilega mynd af kappanum á netið í gær. 

Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá hefur kappinn verið nokkuð duglegur að birta myndir og myndbönd af undirbúningsferlinu á samfélagsmiðlum en á umræddi mynd sem kærastan hefur sett inn má sjá Gunnar vel pakkaðan inn í sæng með handklæði utan um sig en kappinn er að létta sig til að tryggja að hann verði í réttum þyngdarflokki á morgun.

Gunnar hefur sagt að hann sé vel undirbúinn og á góðum stað fyrir bardagann gegn Edwards sem fer fram á O2 Arena í London klukkan 20:00 annað kvöld en viðtal við kappann má sjá hér að neðan.