Ís­lenski UFC bar­daga­kappinn Gunnar Nel­son hefur fengið nýjan and­stæðing fyrir komandi bar­daga­kvöld UFC sem fer fram í London þann 18. mars næst­komandi.

Upp­haf­lega átti Gunnar að mæta Banda­ríkja­manninum Daniel Rodrigu­ez en sá meiddist núna í að­draganda bar­dagans og nú er Gunnar kominn með nýjan and­stæðing.

MMA-blaða­maðurinn Marcel Dorf­f, sem greindi einna fyrstu frá bar­daga Gunnars og Rodrigu­ez á sínum tíma, segir að nýji and­stæðingur Gunnars sé Bry­an Bar­berena

Sá á að baki 18 sigra á sínum at­vinnu­manna­ferli en 9 töp. Bry­an barðist síðast í desember síðast­liðnum gegn Rafael Dos Anjos og lauk þeim bar­daga með tapi Bry­an.

Fyrir þann bar­daga hafði Bry­an unnið þrjá bar­daga í röð, gegn Robbie Lawler, Matt Brown og Darian We­eks.