Íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson hefur fengið nýjan andstæðing fyrir komandi bardagakvöld UFC sem fer fram í London þann 18. mars næstkomandi.
Upphaflega átti Gunnar að mæta Bandaríkjamanninum Daniel Rodriguez en sá meiddist núna í aðdraganda bardagans og nú er Gunnar kominn með nýjan andstæðing.
MMA-blaðamaðurinn Marcel Dorff, sem greindi einna fyrstu frá bardaga Gunnars og Rodriguez á sínum tíma, segir að nýji andstæðingur Gunnars sé Bryan Barberena
Sá á að baki 18 sigra á sínum atvinnumannaferli en 9 töp. Bryan barðist síðast í desember síðastliðnum gegn Rafael Dos Anjos og lauk þeim bardaga með tapi Bryan.
Fyrir þann bardaga hafði Bryan unnið þrjá bardaga í röð, gegn Robbie Lawler, Matt Brown og Darian Weeks.
Looks like it will be Gunnar Nelson vs. Bryan Barberena in London at #UFC286. https://t.co/ab5JyDKpET
— Marcel Dorff 🇳🇱🇮🇩 (@BigMarcel24) February 22, 2023