MMA bardagamaðurinn Gunn­ar Nel­son fór í vigtun í dag fyrir bardaga sinn við Brasilíumanninn Alex Oli­veira sem fram fer í Toronto í Kan­ada aðra nótt. Oli­veira náði einnig vigt og því allt klárt fyr­ir bar­daga þeirra.

Gunn­ar steig á vigtina og mældist 170,25 pund á meðan Oliveira var 171 pund. Þeir keppa í  í 170 punda flokki á morgun, en leyfilegt er að fara eitt pund fyrir þann þyngdarflokk sem taka á þátt í. 

Aðalbardaginn á bardagakvöldinu aðra nótt er bardagi Max Holloway og Brian Ortega, en þeir berj­ast í fjaður­vi­gt. Þeir keppa í 145 punda flokki og voru báðir vigtaðir innan skekkjumarka. 

Tæplega eitt og hálft ár er síðan Gunnar barðist síðast, en þá laut hann í lægra haldi fyrir Argentínumanninum Santiago Ponz­inibb­io í Glasgow í júlí árið 2017. 

Til stóð að Gunnar myndi mæta Neil Magny síðastliðið vor, en hann varð að hætta við þann bardaga vegna hnémeiðsla sinn.