MMA

Gunnar í réttri þyngd fyrir bardagann

Gunnar Nelson og Alex Oli­veira voru vigtaðir fyrir bardaga sinn sem fram undan er aðra nótt og voru þeir báðir undir leyfilegri þyngd í þyngdarflokknum sem þeir ætla að berjast í.

Gunnar Nelson er klár í slaginn fyrir bardagann við Alex Oliveira. Fréttablaðið/Getty

MMA bardagamaðurinn Gunn­ar Nel­son fór í vigtun í dag fyrir bardaga sinn við Brasilíumanninn Alex Oli­veira sem fram fer í Toronto í Kan­ada aðra nótt. Oli­veira náði einnig vigt og því allt klárt fyr­ir bar­daga þeirra.

Gunn­ar steig á vigtina og mældist 170,25 pund á meðan Oliveira var 171 pund. Þeir keppa í  í 170 punda flokki á morgun, en leyfilegt er að fara eitt pund fyrir þann þyngdarflokk sem taka á þátt í. 

Aðalbardaginn á bardagakvöldinu aðra nótt er bardagi Max Holloway og Brian Ortega, en þeir berj­ast í fjaður­vi­gt. Þeir keppa í 145 punda flokki og voru báðir vigtaðir innan skekkjumarka. 

Tæplega eitt og hálft ár er síðan Gunnar barðist síðast, en þá laut hann í lægra haldi fyrir Argentínumanninum Santiago Ponz­inibb­io í Glasgow í júlí árið 2017. 

Til stóð að Gunnar myndi mæta Neil Magny síðastliðið vor, en hann varð að hætta við þann bardaga vegna hnémeiðsla sinn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

MMA

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

MMA

Höndin verður aldrei aftur 100 prósent

MMA

Annar Brassi búinn að skora á Gunnar Nelson

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing