Fyrsti þátturinn af The Grind, þar sem fylgst er með undirbúningi Gunnars Nelson fyrir bardagakvöld UFC í Lundúnum um komandi helgi, er kominn út.

Í þættinum er rætt við Gunnar sjálfan og farið yfir undirbúning hans fyrir UFC baradagakvöldið í London.

Einnig er rætt við tvo af þjálfurum Gunnars, MMA þjálfarann Luka Jelcic sem og Unnar Helgason, styrktar og þol þjálfara hans. Unnar segir Gunnar vera á afar góðum stað og kláran í slaginn en ákveðið var að bregða út af vananum og einblína á aðra þætti en hefur verið gert í undirbúningi hans fyrir síðustu bardaga.

Þá er einnig farið yfir andstæðing Gunnars, Bryan Barberena en hann stökk inn í stað Daniel Rodriguez sem Gunnar átti upphaflega að berjast við. Heppilegt þykir að Daniel og Bryan eru mjög svipaðir bardagamenn.

Fyrsta þátt The Grind má sjá hér fyrir neðan.